Fara beint í efnið

13. janúar 2021

Segðu þína sögu!

Átt þú reynslusögu sem þú vilt deila með Ísland.is og leggja þitt af mörkum í að bæta opinbera þjónustu?

Madurmsima_konaistraeto

Stafrænt Ísland vinnur að því að auðvelda aðgengi að þjónustu hins opinbera með stafrænum lausnum í nánu samstarfi við ráðuneyti og stofnanir. Við eigum öll okkar sögur af opinberri þjónustu, bæði góðar og slæmar. Hér viljum við safna þeim saman með það að markmiði að geta brugðist við og leyst úr þeim vandamálum sem notendur upplifa.

Við opnum því á samtalið við notendur og hvetjum fólk til að segja okkur sína sögu af opinberri þjónustu. Þetta á við um umsókn til fæðingarorlofs, endurnýjun vegabréfs, opnun fyrirtækis svo eitthvað sé nefnt.

Segðu þína sögu!