4. september 2007
4. september 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Sautján teknir fyrir ölvunarakstur
Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn var stöðvaður á föstudag, fjórir á laugardag og tólf á sunnudag. Ellefu voru teknir í Reykjavík, fimm í Hafnarfirði og einn í Garðabæ. Þetta voru sextán karlar á aldrinum 18-48 ára og ein kona á fertugsaldri.
Á sama tímabili voru tveir karlar teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna. Annar er um þrítugt en hinn er á fimmtugsaldri. Þeir voru báðir stöðvaðir í Reykjavík.