Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. mars 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sáttamiðlun - uppbyggileg réttvísi

Ríkissaksóknari hefur gefið út ný fyrirmæli um sáttamiðlun. Með nýjum fyrirmælum eru heimildir til sáttamiðlunar verulega auknar.

Ríkissaksóknari hefur gefið út ný fyrirmæli um sáttamiðlun. Með nýjum fyrirmælum eru heimildir til sáttamiðlunar verulega auknar.

Uppbyggileg réttvísi (e. restorative justice) er heiti hugmyndafræði sem felur í sér að leitast er við að ná sáttum á milli brotamanns og brotaþola í kjölfar afbrots. Sátta­miðlun (e. mediation, d. mægling) er sú aðferð sem oftast er beitt við þetta. Í sátta­miðlun felst að brotamaður og brotaþoli eru leiddir saman í því skyni að koma hinum brot­lega í skilning um þau rangindi sem hann hefur viðhaft og fá hann til að frið­mælast við brotaþola með það fyrir augum að þeir komist að samkomulagi um mála­lok.

Ríkissaksóknari væntir þess að með tilkomu nýrra fyrirmæla verði úrræðinu beitt í mun fleiri málum en verið hefur fram að þessu.

Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 2/2021 má nálgast hér.