Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

19. júlí 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Samstarf við kennslanefnd Noregs

Harald Skjönsfjell, formaður norsku kennslanefndarinnar hjá KRIPOS, sótti Ísland heim þann 17. júlí. Tilefnið var að undirbúa námskeið sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra og fleiri munu sækja hér á landi í október. Á sama tíma þá verður einnig haldinn reglulegur fundur vinnuhóps sérfræðinga hjá Interpol um kennslanefndarstörf (e.Interpol Working Group on DVI) en Norðmenn tóku nýverið við formennsku á þeim vettvangi. Sérfræðingar í kennslanefndarstörfum frá Noregi og Svíþjóð munu annast kennslu á námskeiðinu með aðkomu sérfræðinga á vegum Interpol.

Norðmenn hafa átt mjög gott samstaf við Ísland varðandi kennslanefndarstörf, en á síðasta ári var endurnýjaður samstarfssamningur (MoU) ríkislögreglustjóra og KRIPOS í Noregi um aðstoð í stærri slysum á Íslandi, þjálfun og menntun.

Á Íslandi hefur kennslanefnd starfað frá árinu 1989. Hlutverk hennar er að bera kennsl á óþekkt lík eða líkamsleifar. Nefndin starfar eftir reglugerð 350/2009, leiðbeiningum frá Interpol og starfslýsingu sem embætti ríkislögreglustjóra hefur gefið út.

Frá vinstri; og Harald Skjönsfjell, formaður norsku kennslanefndarinnar hjá KRIPOS og Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar ríkislögreglustjóra.