9. mars 2021
9. mars 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Samstarf við Europol
Íslensk löggæsluyfirvöld eiga margskonar samstarf og upplýsingaskipti við Europol. Við lok síðasta árs tók Tollgæslan þátt í alþjóðlegu aðgerðinni LUDUS sem skipulögð var af Europol.
Aðgerðin stóð yfir frá 19. október 2020 til 31. janúar 2021 og fól í sér sérstakt eftirlit með öryggi leikfanga sem ætluð eru börnum. Nokkrar sendingar voru skoðaðar af tollgæslu en engar haldlagningar voru gerðar í tengslum við aðgerðina á Íslandi.