16. nóvember 2012
16. nóvember 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Samstarf sérveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar
Dagana 5. 9. nóvember fóru fram æfingar sem miðuðu að því að efla getu sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar til að takast á við verkefni á hafi. Markmið æfinganna var að samhæfa frekar aðferðir sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar við sértækar löggæsluaðgerðir á sjó.
Æfðar voru aðgerðir vegna stórra skipa á hafi úti þar sem m.a. voru notaðir léttabátar. Æfingarnar fóru fram í rökkri og myrkri.
Varðskipið Þór tók þátt í æfingunum og kynntust sérsveitarmenn þeim búnaði sem er um borð í varðskipum og hvernig hann er best nýttur í löggæsluaðgerðum á sjó.