4. ágúst 2006
4. ágúst 2006
Þessi frétt er meira en árs gömul
Samstarf ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans í Reykjavík og Landhelgisgæslu Íslands
Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn í Reykjavík og Landhelgisgæsla Íslands hafa ákveðið að standa sameiginlega að löggæslueftirliti úr lofti um verslunarmannahelgina. Notuð verður minni þyrla Landhelgisgæslunnar TF Sif. Sérstaklega verður haft eftirlit með umferð á þjóðvegum landsins. Þyrlan er auk áhafnar Landhelgisgæslunnar mönnuð lögreglumönnum ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans í Reykjavík. Hún mun einnig vera til aðstoðar þar sem útihátíðir eru. Þyrlan mun hafa eftirlit með hálendisvegum. Fyrsta eftirlitsflug verður farið kl. 18.00 í dag. Stærri þyrla Landhelgisgæslunnar TF Líf mun sinna hefðbundnu björgunar- og sjúkraflugi.