8. janúar 2024
8. janúar 2024
Samningur við Bretland um réttindi á sviði almannatrygginga tekur gildi
Samningur Íslands, Liechtenstein og Noregs við Bretland um samræmingu almannatrygginga sem undirritaður var í sumar, tók formlega gildi um áramótin eða 1. janúar síðastliðinn.
Hann kveður á um framtíðarfyrirkomulag réttinda á sviði almannatrygginga, aðallega hvað varðar lífeyrisréttindi og sjúkratryggingar þeirra sem ferðast eða flytjast milli landanna.
Tekið er fram að einstaklingar sem hófu töku ellilífeyris og/eða fengu örorkulífeyri fyrir 1. janúar 2024 og eru búsettir í Bretlandi halda sínum réttindum óbreyttum.
Sjá nánar hér.