Fara beint í efnið

13. júní 2024

Samfélagsviðkenning til starfsfólks sjúkrahúsa frá Krabbameinsfélagi Íslands

Í dag var starfsfólki HSU afhent samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélags Íslands. Svanhildur Ólafsdóttir formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu afhenti viðurkenninguna fyrir hönd Krabbameinsfélags Íslands.

samfélagsviðurkenning

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins er veitt þeim aðilum sem félaginu þykir hafa lagt málstaðnum lið með eftirtektarverðum hætti. Viðurkenning var veitt í þriðja sinn og þetta árið hlaut starfsfólk sjúkrahúsa um land allt viðurkenninguna.

Samfélagsviðurkenningin er veitt fyrir að leggja sig fram, gera sitt besta og örlítið meira en það fyrir fólk sem er að takast á við krabbamein.

Í krabbameinsmeðferð er fólk, ásamt sínum nánustu, að takast á við ein erfiðustu verkefni lífs síns. Á þeim tíma leikur starfsfólk sjúkrahúsanna algert lykilhlutverk í lífi fólks sem leggur allt sitt traust á það.

Hluti af starfsfólkinu er mjög sýnilegt meðan aðrir vinna sína vinnu bak við tjöldin. Allir í keðjunni eru hins vegar ómissandi ef árangur á að nást.

Á HSU er öflugur hópur starfsfólks sem sinnir krabbameinsmeðferðum, á göngudeild, á sjúkradeild og í heimahjúkrun og um 90% allra krabbameinssjúkra á suðurlandi fá lyfjagjöf og meðferð á HSU. Mikil ánægja er í samfélaginu með þessa þjónustu og sérstaklega að þurfa ekki að fara um langan veg til að fá lyfjagjafir.

Til hamingju starfsfólk HSU!