Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. september 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sala og dreifing fíkniefna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði í gær tollayfirvöld við húsleit vegna gruns um sölu á sterum. Nokkuð magn af sterum og fjármunum fundust við húsleitir auk þess sem Tollstjórinn lagði hald á nokkuð magn ólöglegs varnings. Þá handtók lögreglan „góðkunningja“ er hann var á gangi í miðborginni vegna gruns um sölu á fíkniefnum. Við leit á honum fundust 20 gr. af marihuana auk nokkurra fjármuna. Í framhaldinu var gerð húsleit á dvalarstað mannsins þar sem 180 gr. af marihuana fundust. Viðurkenndi maðurinn að efnin væru ætluð til sölu og telst málið að fullu upplýst.