8. apríl 2024
8. apríl 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rýmingar á Austurlandi – aflétting hættustigs í Neskaupstað
Veðurstofa hefur aflétt hættustigi og rýmingum í Neskaupstað. Íbúar, rekstraraðilar og eigendur húsa á reit sem rýmdur var á laugardag hafa þegar verið upplýstir.
Rýmingar verða áfram á Seyðisfirði vegna ofankomu sem spáð er í dag og óhagstæðrar vindáttar. Staðan verður endurmetin þegar líður á daginn.
Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfi eru enn lokuð og víða erfið færð á fjallvegum. Ferðalangar eru hvattir til að kanna vel með færð og veður áður en haldið er af stað.
Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins, 1717.