28. júní 2017
28. júní 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rörasprengja fannst í Kópavogi
Heimatilbúin rörasprengja fannst í strætóskýli á Hlíðarvegi í Kópavogi í kvöld, en það var vegfarandi sem tilkynnti um hana til lögreglu. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór þegar á vettvang og fjarlægði rörasprengjuna enda geta þær valdið miklum skaða. Vel fór í þessu tilfelli, en lögreglan hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hættuna sem stafar af rörasprengjum og undirstrika að það sé alls ekki hreyft við þeim með neinu móti.
Lögreglan vill hrósa áðurnefndum vegfaranda fyrir að tilkynna málið til lögreglu, en það eru sömuleiðis rétt viðbrögð í aðstæðum sem þessum.