Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. desember 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Rof á farbanni

Um þessar mundir eru 5 Pólverjar í farbanni að kröfu lögreglustjórans á Selfossi. Einn þeirra Przemyslav Pawel Krymski, sem kært hafði farbann til Hæstaréttar, sem staðfesti það, hefur nú yfirgefið Ísland. Lýst hefur verið eftir honum. Lögreglan á Selfossi hefur vegabréf hans og hinna fjögurra í vörzlum sínum. Rannsókn mála þessara manna er ekki lokið þar sem enn er beðið niðstöðu úr rannsóknum lífsýna. Farbann þess sem yfirgaf Ísland átti að renna út hinn 17. desember n.k.