Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. nóvember 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Rjúpnaskytta, andlát.

Föstudaginn 29. október sl. barst tilkynning um rjúpnaskyttu sem saknað væri á hálendinu ofan Gufudals. Björgunarsveitir voru kallaðar út í framhaldi af tilkynningunni, eða kl.17:05.

Kl.17:31 fannst maðurinn, látinn. Það var veiðifélagi mannsins og bóndi á næsta bæ sem fundu manninn skömmu áður en björgunarsveitarmenn komu á vettvang.

Rannsóknarlögreglumaður á Vestfjörðum fór á vettvang til rannsóknarvinnu. Tildrög andlátsins eru til rannsóknar hjá lögreglu. Allt virðist þó benda til þess að maðurinn hafi látist af völdum skyndilegra veikinda.