Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. nóvember 2025

RITUNARRAMMINN – NÁMSKEIÐ Í BOÐI

Ritunarrammann er nýtt verkfæri fyrir kennara sem aðstoðar þá við skipulag og kennslu ritunar. Með notkun rammans fæst heildarsýn yfir grunnþætti ritunar, hvað þarf að kenna og þjálfa á hverju stigi upp allan grunnskólann og því getur hann jafnframt nýst skólastjórnendum og læsisteymum skóla sem vilja tryggja samfellu í ritunarnámi nemenda sinna.

Námskeið um notkun Ritunarrammans í kennslu er nú aðgengilegt! 

Námskeiðið er í tveimur hlutum og gagnast öllum kennurum sem koma að kennslu ritunar í grunnskólum. Fyrri hlutinn er rafrænn og hægt að ljúka honum þegar hverjum hentar. Í þessum fyrri hluta kynnast þátttakendur matsrammanum, efnisþáttum ritunar og fá fyrstu hugmynd um notkun.

Hægt er að nálgast rafræna námskeiðið hér.

Seinni hluti námskeiðsins er staðnámskeið sem haldið verður á nokkrum stöðum á landinu í samstarfi við skólaþjónustur og sjá þær um skráningu á staðnámskeiðið. Auk þessa stendur kennarafélögum (svæðafélögum) til boða að fá námskeiðið á kennaraþing. Mikilvægt er að þátttakendur ljúki fyrri hlutanum áður en þeir mæta á seinni hluta námskeiðsins. Í þessum seinni hluta námskeiðs fá þátttakendur þjálfun í að meta ritanir nemenda, veita endurgjöf út frá matinu og að skipuleggja ritunarkennslu.

Seinni hluti/staðnámskeið verður haldið í Miðstöð menntunar og skólaþjónustu miðvikudaginn 3. desember kl. 13-16 ef næg þátttaka næst.

Skráning þarf að berast fyrir 28. nóvember.

Skráning fer fram hér.