11. apríl 2003
11. apríl 2003
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ríkissaksóknari Eistlands í heimsókn hjá ríkislögreglustjóra
Raivo Sepp ríkissaksóknari Eystlands og Raul Tiganik yfirmaður þróunarsviðs ríkissaksónara heimsóttu embætti ríkislögreglustjóra í dag ásamt Boga Nilssyni ríkissaksóknara. Eistarnir eru staddir á Íslandi í boði ríkissaksóknara. Þeir kynna sér meðal annars starfsemi Hæstaréttar Íslands, Héraðsdómstóls Reykjavíkur, ríkissaksóknaraembættisins og embættis ríkislögreglustjóra.
Á myndinni eru Raul Tiganik, yfirmaður þróunardeildar ríkissaksóknaraembættisins í Eistlandi, Raivo Sepp, ríkissaksóknari Eistlands, Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Bogi Nilsson, ríkissaksóknari og Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri