Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. apríl 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ríkislögreglustjórinn auglýsir lausar 32 stöður lögreglumanna

Þessa dagana auglýsir ríkislögreglustjórinn lausar stöður 32 lögreglumanna hjá fjórum lögregluembættum. 18 stöður eru fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, 12 fyrir lögregluna á Suðurnesjum, ein staðan er á Blönduósi og staða lögregluvarðstjóra á Egilsstöðum. Auglýsingarnar eru birtar í Lögbirtingablaðinu og hjá Starfatorgi og er umsóknarfrestur til 15. og 30. apríl n.k.

Í frétt frá Lögregluskóla ríkisins sem birtist hér á vefnum á sunnudag kemur fram að væntanlega munu 78 lögreglumenn brautskrást frá grunnnámsdeild skólans á þessu ári, sem er um 10% af öllu lögregluliðinu. Sama dag birti ríkislögreglustjórinn auglýsingu í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, og á þriðjudag í 24 stundum, um inntöku nýnema í Lögregluskólann á haustönn 2008 og vorönn 2009. Á lögregluvefnum, www.logreglan.is, er að finna ýmsar upplýsingar um Lögregluskólann og inntökuskilyrði fyrir nýnema í grunnnámsdeild, undir liðnum Lögregluskóli ríkisins / inntaka nýnema.