Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

14. september 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ríkislögreglustjóri varar við tölvubréfum

Af gefnu tilefni vill embætti ríkislögreglustjóra vara við enn einni útgáfu af tölvubréfum í anda svonefndra „Nígeríubréfa“.

Um er að ræða tölvubréf þar sem viðtakendur eru upplýstir um að þeir hafi unnið háar fjárhæðir í svonefndu Euro Millions Lotto. Sagt er að „netfang“ viðkomandi hafi verið dregið út.

Viðtakendur eru beðnir um að senda margvíslegar upplýsingar áður en „vinningurinn“ verði greiddur. Slík bréf, rituð á bjagaðri íslensku, hafa verið send fólki hér á landi.

Hér er um tilraun til svika að ræða þar sem markmiðið er að hafa fé af viðtakendum.

Ríkislögreglustjóri varar fólk eindregið við að svara slíkum tölvubréfum eða að smella á vefslóðir í þeim.