3. desember 2014
3. desember 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ríkislögreglustjóri setur verklagsreglur fyrir lögregluna í landinu um heimisofbeldismál
Ríkislögreglustjóri hefur í dag gefið út verklagsreglur um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tilkynnt eru lögreglu. Reglurnar koma í stað reglna um sama efni frá 16. október 2005. Verklagsreglurnar hafa verið bornar undir ríkissaksóknara og innanríkisráðuneytið auk lögreglustjóra er fara með lögreglustjórn samkvæmt nýrri umdæmaskipan lögreglu er tekur gildi frá og með 1. janúar 2015.
Við endurskoðun reglnanna hefur einkum verið litið til tilraunaverkefnis lögreglustjórans á Suðurnesjum, Að halda glugganum opnum og laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili nr. 85/2011. Samhliða útgáfu verklagsreglnanna er innleitt hættumat vegna ofbeldis í nánum samböndum: B-SAFER.
Nálgast má umburðarbréfið og reglurnar hér.