Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

14. júlí 2003

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ríkislögreglustjóri hvetur lögreglustjóra landsins til að huga að sameiningu almannavarnanefnda.

Ríkislögreglustjóri hefur sent öllum lögreglustjórum landsins erindi þar sem hann hvetur lögreglustjórana til þess að huga að sameiningu almannavarnanefnda í landinu og uppsetningu aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar innan hvers lögreglustjóraumdæmis.

Markmið erindis ríkislögreglustjóra er að ná fram samstöðu með lögreglustjórum og sveitarstjórnum um að sameina og fækka almannavarnanefndum þannig að þær verði jafnmargar lögregluumdæmum landsins. Í landinu eru 38 almannavarnanefndir og 26 lögregluumdæmi. Almannavarnanefndirnar skiptast nú á lögregluumdæmin sem hér segir: