Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. júní 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ríkislögreglustjóri fundar með lögreglustjórum og lögreglumönnum á Austurlandi

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fór ásamt samstarfsmönnum til Egilsstaða í gær til að funda með lögreglustjórum og lögreglumönnum á Eskifirði og Seyðisfirði.

Tilgangur ferðarinnar var að kynna þær breytingar sem orðið hafa á embætti ríkislögreglustjóra síðustu mánuði og kynna löggæsluáætlun 2007-2011 sem dómsmálaráðherra hefur falið embættinu að koma í framkvæmd í samstarfi við lögregluembættin í landinu. Ríkislögreglustjóri mun halda samskonar kynningarfund með öllum lögregluembættunum.