23. janúar 2014
23. janúar 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ríkislögreglustjóri afhenti í gær embættum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Suðurnesjum 4 ný bifhjól sem notuð verða til löggæslustarfa.
Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fékk þrjú hjól afhent og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eitt.
Bifhjólin eru af gerðinni Yamaha FJR-1300, þau vega um 300 kg og eru 154 hestöfl. Hjólin henta vel til löggæslustarfa, þetta eru góð vinnuhjól og gott að vinna á þeim, nokkur reynsla er komin á samskonar hjól hjá lögreglunni.
Meðal annars er nýju bifhjólin búin tækjum til radarmælinga. Þau eru með ABS-hemlakerfi, spólvörn, stöðugleikabúnaði og nýjum forgangsbúnaði.
Hvert hjol kostar tilbúið á götuna um 7 mkr
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri afhendir Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra lykla að mótórhjóli.