10. nóvember 2025
10. nóvember 2025
Ríkislögreglustjóri lætur af embætti
Í gær fundaði ríkislögreglustjóri með dómsmálaráðherra og óskaði eftir því að láta af embætti ríkislögreglustjóra og leitast þannig við að skapa frið um embættið og lögregluna í heild sinni. Ráðherra samþykkti beiðnina og tekur hún gildi nk. föstudag.

Sigríður Björk á langan og farsælan feril að baki hjá lögreglu en hún tók fyrst við sem sýslumaður á Ísafirði árið 2002 og embætti ríkislögreglustjóra í mars árið 2020. Á farsælum ferli sínum hefur Sigríður Björk hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir vel unnin störf, sér í lagi fyrir að vera framsýn og afburðar leiðtogi en hún hlaut stjórnunarverðlaun Stjórnvísis í flokki yfirstjórnenda árið 2021.
Að vernda og virða eru einkunnarorð sem mótað hafa áherslur í störfum Sigríðar Bjarkar þá ekki síst í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ráðherra hefur samþykkt, að beiðni Sigríðar Bjarkar, að hún verði flutt í stöðu sérfræðings hjá dómsmálaráðuneytinu og geti þannig haldið áfram að sinna störfum sínum á þessu sviði. Þannig mun verðmæt þekking hennar og reynsla nýtast áfram til að vinna að áherslumálefnum ráðherra.
Meðfylgjandi er pistill ríkislögreglustjóra sem fór til samstarfsfólks í morgun þar sem ákvörðunin er kynnt.
Ekki verða veitt viðtöl vegna málsins.