28. nóvember 2023
28. nóvember 2023
Reynsla kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki og vitneskja þeirra um mikilvægi eftirfylgdar eftir fæðingu: Eigindleg rannsókn
Emilía Fönn Andradóttir hjúkrunarfræðingur á innkirtlamóttöku SAk fékk á dögunum birta grein í Tímariti íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Greinin er hluti af meistaraverkefni Emilíu við Háskóla Íslands. Meðhöfundar eru Þóra Jenný Gunnarsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við HÍ, Elísabet Konráðsdóttir, sérfræðingur í sykursýki barna á LSH, Rafn Benediktsso,n prófessor og yfirlæknir innkirtlalækninga LSH og Helga Jónsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði og forstöðumaður hjúkrunar langveikra fullorðinna á LSH.
Hvað kom þér helst á óvart við gerð rannsóknarinnar?
Hversu mikil þörf er á þjónustu/eftirfylgni fyrir þennan hóp kvenna þá sérstaklega eftir barnsburð.
Hvernig munu niðurstöður nýtast í heilbrigðiskerfinu?
Ég vona að niðurstöður þessarar rannsóknar ýti undir að þjónusta fyrir konur með meðgöngusykursýki verði aukin, bæði á meðgöngunni og svo eftir barnsburð.
Hvað er næst á dagskrá hjá þér?
Næst á dagskrá er að halda áfram starfi mínu á innkirtlamóttöku SAk og klára sérfræðingsréttindin mín í hjúkrun. Þó blundar alveg í mér að halda áfram með rannsókninna mína og jafnvel þróa verklag varðandi eftirlit kvenna sem greinst hafa með meðgöngusykursýki.
Hér má nálgast greinina (bls. 59): https://prismic-io.s3.amazonaws.com/hjukrun/6cec90ba-6dc1-4225-a958-a4c5a2a5e993__Hjukrun_03_Nov2023.pdf