25. janúar 2013
25. janúar 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Reykjavíkurtjörn – ótraustur ís
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að hætta sér út á Reykjavíkurtjörn, en ísinn þar er ótraustur. Fyrr í dag féll unglingspiltur á reiðhjóli niður um vök á Tjörninni, en hann átti í töluverðum erfiðleikum með að komast upp úr aftur. Lögreglan og sjúkralið komu á vettvang, en meiðsli piltsins voru ekki talin alvarleg.