Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. janúar 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Réttvísin á svifrá

Út er komin bókin Réttvísin á svifrá, en í henni er rakin saga lögreglumannsins Björns Jónssonar frá Firði, Seyðisfirði. Björn dvaldist m.a. við nám í Reykjavík og í Þýskalandi millistríðsáranna, áður en hann settist að á Seyðisfirði þar sem hann starfaði allt til yfir lauk árið 1965. Áhrif Björns á íþróttalíf íslensku þjóðarinnar voru mikil. Hann var frumkvöðull í áhaldafimleikum á Siglufirði og Seyðisfirði, samhliða starfi sínu sem lögreglumaður um áratugaskeið. Vinir Björns gefa bókina út, en skrásetjari er Jón Birgir Pétursson.

Davíð Ingason og Óttarr Magni Jóhannsson færðu lögreglustjóra eintak af bókinni.