Fara beint í efnið

24. júní 2022

Rekstraraðila til að reka heilbrigðisstofnun á Vífilsstöðum

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa eftir rekstraraðila til að reka heilbrigðisstofnun á Vífilsstöðum sem hefur það hlutverk að starfrækja almenna líknardeild ásamt bráðaþjónustu fyrir aldraða.

Sjúkratryggingar lógó

Um er að ræða tvískipta öldrunarþjónustu:

Annars vegar er um að ræða almenna líknardeild fyrir allt að 24 einstaklinga á hverjum tíma á fyrstu og annarri hæð hússins.

Hins vegar er um að ræða bráðadeild á þriðju hæð hússins fyrir allt að 16 einstaklinga sem þarfnast skammtíma innlagnar vegna versnandi ástands og fara heim að meðferð lokinni.

Fjárveiting til verkefnisins á ársgrundvelli, á verðlagi ársins 2022, er 854,8 mkr. þar af er reiknað með að 115,4 mkr. fari í leigu húsnæðisins.

Um þjónustuna gilda, sjá gögn hér

  1. Almennir skilmálar Sjúkratrygginga Íslands um kaup á heilbrigðisþjónustu.

  2. Kröfulýsing fyrir líknarþjónustu og bráðainnlagnir aldraðra

  3. Samningsdrög

Gerður verður leigusamningur við rekstraraðila um afnot af Vífilsstaðaspítala undir starfsemina.

Ríkið leggur til húsbúnað og lækningartæki og verður eigandi þess. Rekstraraðili mun geta átt aðkomu að gerð búnaðar- og tækjalista.

Gengið er út frá samningi til fjögurra ára með gildistöku 1. október 2022.

Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda útfyllt tilboðshefti á netfangið: innkaup@sjukra.is, þar sem fram kemur hvað bjóðandi er tilbúinn að starfrækja mörg rými af hvorri gerð fyrir þá fjárveitingu sem upp er gefin fyrir verkefnið. Hlutföllin milli tegunda rýma skulu vera sambærileg og að ofan greinir. Þá skal bjóðandi samhliða tilboði senda SÍ kynningu á fyrirtækinu, lýsingu á gæðastefnu, gögn sem staðfesta fjárhagslegt hæfi og upplýsingar um hvernig uppfylla á kröfur sem koma fram í gögnum um verkefnið.

Fyrirspurnir má senda á ofangreint netfang.

Frestur til að til að senda inn tilboð er til kl.13:00 þann 15. júlí 2022.

Taka tilboða: SÍ munu taka hagstæðasta tilboði, þ.e. frá þeim bjóðanda sem er tilbúinn að starfrækja flest rými fyrir uppgefna fjárhæð að öllum skilyrðum uppfylltum. Séu tvö eða fleiri tilboð jafngild mun hlutkesti ráða því við hvern verður samið. SÍ áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðum séu þau ófullnægjandi eða umfram kostnaðarmat SÍ pr. rými.