18. júní 2015
18. júní 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Reiðhjólalöggæsla
Í sumar verður haldið úti virku eftirliti á reiðhjólum, en reiðhjólin eru frábær leið til að komast um í borginni. Reynslan sýnir okkur að með því að ferðast um á reiðhjólum næst enn betra samband við borgarana, en það þykir okkur vænt um. Reiðhjólalöggurnar okkar reka einnig Instagram reikning embættisins og þar má sjá hvað þeir sýsla við.