Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. apríl 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Reiðhjólageymsla lögreglunnar lokuð 1. maí

Reiðhjólageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Borgartúni 7b í Reykjavík verður lokuð á morgun, 1. maí. Frá og með 8. maí verður hún opin alla þriðjudaga í sumar frá kl. 9-12. Þar er hægt að tilkynna reiðhjólið stolið ef það finnst ekki í geymslunni.

Lögreglan minnir á mikilvægi þess að geyma reiðhjól á eins öruggum stað og unnt er og alls ekki skilja þau eftir ólæst. Jafnframt er nauðsynlegt að vera með góðan lás og ávallt skal læsa hjólinu við eitthvað sem öruggt hald er í en ekki vefja bara lásnum um dekkið, það skilar alls ekki tilætluðum árangri. Ef illa fer, og hjóli er stolið, getur komið sér vel ef eigandinn hefur raðnúmer þess tiltækt. Það auðveldar lögreglu að koma því til skila ef það á annað borð kemur í óskilamunadeild hennar. Munið því að geyma alltaf kvittunina þegar hjól er keypt.