Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. desember 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Rebekku stúka Oddfellow í Vestmannaeyjum gáfu endurbætur á setustofu og hálfsjálfvirkt hjartastuðtæki

Höfðinglegar gjafir

Í desember síðastliðnum gáfu Oddfellow konur HSU í Vestmanneyjum tvær gjafir.

Annars vegar endurbætur á aðstandendaherbergi á annarri hæð að verðmæti 1.246.127 kr en nú lítur herbergið út eins og falleg heimilisstofa. Virkilega vel heppnað eins og sést á myndinni hér til hliðar.

Hins vegar gáfu Oddfellow konur hálfsjálfvirkt hjartastuðtæki að verðmæti 366.109 kr.

Fulltrúar Rebekku stúku komu og afhentu gjafirnar

Það er ómetanlegt að finna þann hlýhug sem svona gjöfum fylgir og aldrei hægt að fullþakka. HSU þakkar innilega fyrir gjafirnar og óskar þessum félagasamtökum velfarnaðar.

.