Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. ágúst 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Rannsóknartæki endurheimt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur endurheimt tvö rannsóknartæki sem stolið var úr bifreið tveggja, erlendra vísindamanna í Reykjavík í síðustu viku. Um er að ræða dýrmæt tæki og því voru vísindamennirnir afar ánægðir með þessar fréttir. Þeir eru farnir af landi brott og því verða tækin send til þeirra við fyrsta tækifæri.