12. desember 2025
12. desember 2025
Rannsóknarsjóður RKB afhendir styrki
Nýverið voru afhentir styrkir frá Rannsóknarsjóði RKB - Rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum.

Viðar Örn Eðvarðsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, Gyða Valdís Guðmundsdóttir, Fanný B. Miiller Jóhannsdóttir og Valgeir Steinn Runólfsson.
Styrkþegar eru:
Viðar Örn Eðvarðsson - Langtíma nýrnaheilsa og blóðþrýstingur íslenskra fyrirbura með lága fæðingarþyngd í samanburði við fullburða jafnaldara með eðlilega fæðingarþyngd.
Gyða Valdís Guðmundsdóttir - Hreyfiþroski, líkamlega virkni og þol barna sem fæddust með hjartagalla.
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir - Tengsl hreyfingar móður á meðgöngu við lungnaheilsu grunnskólabarna og miðlandi áhrif fylgjustarfsemi.
Valgeir Steinn Runólfsson - Tengsl krabbameina í börnum við örveruflóruna, sýkingar og frávik í starfsemi ónæmiskerfisins.
Fanný B. Miiller Jóhannsdóttir - Ljósameðferð við nýburagulu í heimahúsi - Upplifun foreldra.