Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. október 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Rannsókn umferðarslyss í Kópavogi

Alvarlegt umferðarslys varð á Dalvegi í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur síðastliðin miðvikudag. Aðdraganda slyssins má rekja til þess að gámabifreið var beygt í veg fyrir hjólreiðamann sem lenti á bifreiðinni og undir henni. Bæði ökumaður bifreiðar og reiðhjóls voru á leið vestur Dalveg. Á fyrirhugaðri akstursleið ökumanns er innakstursbann.

Rannsókn lögreglu beinist m.a. að meintu broti ökumanns bifreiðarinnar á umferðarlögum með því að aka í veg fyrir umferð gangandi og hjólandi með því að aka gegn innakstursbanni og broti á hegningarlögum með því að valda öðrum tjóni á líkama eða heilbrigði með gáleysi. Þá lýtur rannsókn málsins að aðstæðum á vettvangi, m.a. hvernig staðið var að ákvörðun um bann við innakstri á þessum stað og hvort innakstur hafi verið auðveldaður ökumönnum á leið vestur Dalveg með breytingum á umferðamannvirkjum.

Rannsakað verður jafnframt hvort vinnureglur og jafnvel fyrirmæli yfirmanna fyrirtækis sem þarna er með aðstöðu, hafi gert ráð fyrir innakstri á nefndum stað. Í öllum tilvikum verður kannað hvort um refsiábyrgð geti verið að ræða.