1. nóvember 2007
1. nóvember 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rannsókn nauðgunarmáls á Selfossi
Í dag var rannsókn nauðgunarmálsins á Selfossi framhaldið. Eitt vitni var yfirheyrt. Sakborningar voru leiddir fyrir dómara síðdegis í dag þar sem þeir gáfu skýrslu. Að auki var eitt vitni látið staðfesta skýrslu fyrir dómi. Lögreglustjórinn á Selfossi lagði fram kröfu um farbann á þrjá sakborninga. Dómari úrskurðaði nú rétt fyrir kl. 19:00 þá þrjá í farbann til kl. 16:00 þann 17. desember n.k. Næstu skref eru að fara yfir gögn málsins og meta stöðu þess og ákveða um framhald rannsóknarinnar.