23. september 2007
23. september 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rannsókn nauðgunarmáls
Manni sem kærður hefur verið fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum síðast liðinn laugardagsmorgun var fyrr í kvöld sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi. Rannsókn málsins heldur áfram og hefur hinn kærði verið boðaður til frekari yfirheyrslu á morgun. Unnið er að skýrslutöku af vitnum og beðið niðurstöðu rannsókna.