2. ágúst 2019
2. ágúst 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rannsókn miðar vel
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á brunanum í húsnæðinu í Fornubúðum í Hafnarfirði aðfaranótt miðvikudags miðar vel. Áfram hefur verið unnið við að yfirfara myndefni frá svæðinu, auk þess sem rætt hefur verið við vitni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum.
Ekki er að vænta frekari upplýsinga um málið fyrr en eftir verslunarmannahelgina.