30. apríl 2007
30. apríl 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rannsókn mannsláts í Hveragerði að ljúka
Bráðabirgðaniðurstaða krufningar mannsins sem lést í Hveragerði s.l. föstudagskvöld er sú að um sjúkdóm, sem valdið hafi mikilli blæðingu, hafi verið að ræða. Rannsókn málsins, sem var mjög ítarleg og fól í sér skýrslutökur af vitnum, eftirgrennslan hjá nágrönnum og nákvæma tæknirannsókn, er því að mestu lokið af hálfu lögreglu.