30. ágúst 2018
30. ágúst 2018
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rannsókn lögreglu miðar vel
Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu í gær er sá sem lýst var eftir í fjölmiðlum vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. Um er að ræða barn sem hefur ekki náð sakhæfisaldri og er málið því unnið í nánu samstarfi við Barnvavernd Garðabæjar og bæjaryfirvöld.
Rannsókn málsins miðar vel en ljóst er að hún muni taka tíma og er því ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögreglan vill þakka alla þá aðstoð sem henni hefur borist og hafa veitt upplýsingar vegna málsins.