Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. ágúst 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Rannsókn fíkniefnamáls á Litla-Hrauni

Rannsókn fíkniefnamálsins sem kom upp á Litla-Hrauni að morgni s.l. laugardags gengur vel. Nokkrir aðilar utan fangelsisins hafa verið handteknir og yfirheyrðir og liggja fyrir játningar á aðild þeirra er lýtur að innflutningi fíkniefna í fangelsið.

Þrír menn sitja nú þegar í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Rannsókn málsins heldur áfram af fullum þunga en að öðru leyti verst lögregla allra frétta.