1. desember 2021
1. desember 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rannsókn á sprengjufundi í Mánatúni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að hluturinn sem fannst í gær í ruslagámi við Mánatún reyndist vera heimatilbúin sprengja. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til og sá hún um að tryggja vettvang og eyða sprengjunni. Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem bendir til þess að málið tengist sendiráði erlends ríkis. Tveir af mönnunum þremur sem handteknir voru í tengslum við málið hafa hafið afplánun vegna fyrri refsidóma en þriðja manninum hefur verið sleppt.
Rannsókn málsins miðar vel. Ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.