Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. ágúst 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Rannsókn á líkfundi í Laxárdal í Nesjum.

Lögreglan á Suðurlandi, Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og Tæknideild LRH hafa í gær og í dag unnið úr ábendingum sem hafa borist vegna líkfundarins í Laxárdal í Nesjum í fyrradag. Áfram er unnið að rannsókn málsins. Lögregla vill koma á framfæri þakklæti til fjölmiðla fyrir að hafa komið á framfæri við almenning óskum lögreglu um upplýsingar. Lögreglan mun upplýsa um gang rannsóknarinnar eftir því sem henni miðar áfram. Enn og aftur biður lögreglan þá sem hafa einhverjar upplýsingar er varða málið að hafa samband í síma 842 4250.