Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. ágúst 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Rannsókn á brunanum í Hafnarfirði

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á brunanum í húsnæðinu í Fornubúðum í Hafnarfirði í fyrrinótt er skammt á veg komin, en ekkert hefur þó komið fram sem bendir til íkveikju. Fram undan er frekari vinna á vettvangi, en þegar hefur verið rætt við nokkur vitni. Þá er enn fremur unnið að því að afla myndefnis sem gæti nýst í þágu rannsóknarinnar. Ekki er að vænta frekari frétta af málinu að svo stöddu.