26. maí 2016
26. maí 2016
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rannsókn á bruna í Kópavogi
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði í Vesturvör í Kópavogi aðfaranótt þriðjudags hefur leitt í ljós að allar líkur eru á að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. Tilkynning um eldinn barst lögreglu skömmu eftir klukkan þrjú um nóttina, en mikið tjón varð í brunanum.