3. október 2005
3. október 2005
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rangur fréttaflutningur Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, um fyrningu sakar
Að undanförnu hefur fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2, auk Fréttablaðsins, birt fréttir þess efnis að sakarefni á hendur stjórnendum og stjórnarmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands hafi fyrnst vegna tafa á rannsókn málsins hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Hér er rangt með farið.
Atvik þau sem til rannsóknar eru vegna lánveitinga og ráðstafana fjármuna Lífeyrissjóðs Austurlands áttu sér stað á árunum 1992 til 24. maí 2000. Þegar kæra barst efnahagsbrotadeild í apríl 2003 voru sakir vegna ætlaðra brota stjórnenda og eða stjórnarmanna, samkvæmt lögum um lífeyrissjóði, fyrndar ári áður, hafi þær einhverjar verið.
Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða fela í sér ýmis ákvæði um ábyrgð stjórnar og stjórnenda lífeyrissjóða almennt. Samkvæmt refsiákvæðum þeirra laga geta brot varðað sektum eða fangelsi allt að einu ári og fyrnast sakir því á tveimur árum.