31. júlí 2017
31. júlí 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rán – tveir handteknir
Tveir karlar eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um rán í Pétursbúð í vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær og bíða þeir yfirheyrslu. Í ráninu var starfsmanni verslunarinnar ógnaði með barefli, en ræningjarnir höfðu peninga og tóbak á brott með sér. Rétt er að nefna að starfsmaðurinn, sem var brugðið eftir þessa lífsreynslu en sakaði ekki, brást rétt við í erfiðum aðstæðum.