30. nóvember 2010
30. nóvember 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rán í Kópavogi
Rán var framið í verslun í Kópavogi á föstudagskvöld. Málsatvik voru þau að átján ára piltur kom í verslunina, ógnaði starfsmanni hennar og krafði um peninga og hafði síðan eitthvað af þeim á brott með sér. Kauði komst hinsvegar ekki langt með ránsfenginn því hann var handtekinn skömmu seinna í húsi skammt frá vettvangi.