14. nóvember 2003
14. nóvember 2003
Þessi frétt er meira en árs gömul
Rán í Hafnarfirði
Klukkan 09:27 í morgun barst lögreglunni í Hafnarfirði tilkynning um vopnað rán í Sparisjóði Hafnarfjarðar, Norðurbæ. Ekki er vitað á þessari stundu hversu miklu var stolið, en rannsókn málsins stendur yfir. Frekari upplýsingar munu verða sendar út eftir því sem málinu vindur fram.