Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. mars 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Rán í Breiðholti – þrír handteknir

Þrír karlar voru handteknir í Breiðholti fyrr í dag en þeir eru grunaðir um að hafa framið rán á bensínstöð í sama hverfi í morgun. Mennirnir eru nú í yfirheyrslu hjá lögreglu en hún mun fara fram á að þeir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Verið er að kanna hvort hinir grunuðu eigi aðild að öðru ráni og tveimur ránstilraunum, einnig í Breiðholti. Í öllum tilvikunum var beitt sömu aðferð, þ.e. starfsfólki var ógnað með sprautunál. Mennirnir, sem nú eru í haldi lögreglu, eru á þrítugs- og fertugsaldri en einn er undir tvítugu.