10. ágúst 2020
10. ágúst 2020
Rafrænar þinglýsingar spara milljarða
Meðal þeirra verkefna sem mæða hvað mest á hjá Stafrænu Íslandi þessa dagana eru rafrænar þinglýsingar. Unnið hefur verið að því að rafvæða þinglýsingar með hléum frá 2010
Verkefnið er umfangsmikið og flókið í grunninn sem snertir fjölda hagaðila, ferla, tæknilausna sem og lagabreytinga en lög um rafrænar þinglýsingar voru samþykkt í árslok 2018 og tóku gildi í apríl 2019.
Vorið 2020 var settur mikill þungi í verkefnið með það að markmiði að ljúka því fyrir lok árs. Óvæntir og ófyrirsjáanlegir utanaðkomandi þættir eins og Covid-19 hafa hægt á því ferli og ýtt verklokum yfir á fyrri helming 2021. Ljóst er að árlegur ábati rafrænna þinglýsinga hleypur á milljörðum króna ásamt tímasparnaði fyrir almenning, fyrirtæki og stofnanir.