22. nóvember 2022
22. nóvember 2022
Rafrænar þinglýsingar í fasteignaviðskiptum
Undirbúningur í fullum gangi fyrir rafræna þinglýsingu fasteignakaupa.
Það hefur verið mikill gangur í verkefninu um rafrænar þinglýsingar undanfarið og styttist óðum í að hægt verði að þinglýsa afsölum og kaupsamningum með rafrænum hætti. Félag fasteignasala tók á móti verkefnahópnum um rafrænar þinglýsingar á degi fasteignasölunnar fyrr í mánuðinum. Farið var yfir þær breytingar sem þessi bætta þjónusta hefur í för með sér.
Þegar er búið að ljúka rafrænum aflýsingum og rafrænni þinglýsingu veðskuldabréfa. Syttist nú í rafræna þinglýsingu fasteignaviðskipta sem fyrr segir og undirbúningur hjá fasteignasölum í fullum gangi.
Sýslumenn, Þjóðskrá Íslands, Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun og dómsmálaráðuneytið vinna að verkefninu rafrænar þinglýsingar í samstarfi við fyrirtækin Júní, Prógramm, Intellecta og Direkta ásamt Stafrænu Íslandi.